Skoðað í 2640 skipti
Staðfest hefur verið að frétt Fréttablaðsins frá því í morgun um meinta kæru á hendur Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR er falsfrétt en fréttin er unnin og skrifuð af Þorsteini Friðrik Halldórssyni blaðamanni á Fréttablaðinu, fyrrum heimdellingi og áður í stjórn ungra sjálfstæðismanna, en staðfest hefur verið að Ragnar kom hvergi þar nærri og hefur það verið staðfest af Lögreglunni á Suðurlandi.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi staðfestir, í bréfi sem Kjarninn hefur undir höndum, að samkvæmt gögnum máls er varðar meintan veiðiþjófnaðar og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá sé Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál.
Lögmaður Ragnars Þórs hefur enn fremur sent bréf til fjölmiðlafyrirtækisins Torgs ehf., Jóns Þórissonar, ritstjóra Fréttablaðsins, Þorbjargar Marinósdóttur, ritstjóra DV, og Þorsteins Friðriks Halldórssonar blaðamanns þar sem þess er krafist að frétt Fréttablaðsins verði dregin til baka og Ragnar Þór beðinn afsökunar.
Þegar fjölmiðill og eða frétta eða blaðamaður haga sér með þessum hætti verður því miður að taka allt sem frá viðkomandi kemur með tortryggni og staðreyndatékka það áður en hægt verður að leggja trúnað á það en eftir stendur sú spurning hvers vegna þessi „frétt“ var skrifuð og í hvaða tilgangi.
„Með fréttinni hefur fjölmiðillinn brotið gegn frumskyldu sinni sem mælt er fyrir um í siðareglum blaðamanna um að blaðamenn skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu eins og kostur er. Einnig ákvæði fjölmiðlalaga um að fjölmiðill gæti að því að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttaflutningi, sbr. t.d. 26. gr. laganna.“ segir í bréfi lögmanns Ragnars Þórs.
Skoðað í 2640 skipti