Skip to content

Falsfréttir.is

Þekkir þú falsfréttir eða trúir þú hverju sem er?

Menu
  • Heim
  • Fréttalæsi
  • Siðareglur BÍ
  • Tenglar
    • Falsfréttamiðlar
    • Falsfréttabloggarar
    • Fréttafólk sem skrifar falsfréttir
  • Um vefinn
  • Ábending um falsfrétt
Menu

Fréttablaðið með falsfrétt

Posted on 18. febrúar, 2019

Skoðað í 1904 skipti

Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, ’19.

Sumir heimildarmenn fréttamiðla eiga ekki skilið vernd eða nafnleynd þegar upp kemst um að „heimildir“ þeirra eru uppspuni frá rótum og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Einnig eiga þeir frétta og blaðamenn sem verða uppvísir að því að flytja falsfréttir eða bera fyrir sig „heimildarmenn“ sem ekki eru til í raunveruleikanum að vera teknir á teppið af Blaðamannafélagi íslands, þó svo það félag rísi ekki undir nafni vegna algjörs aðgerðarleysis á öllum sviðum og hvað þá heldur að standa undir þeim siðareglum sem blaða og fréttamenn hafa sett sér og fara eftir þeim.

Í dag fengu lesendur Fréttablaðsins óvæntan „glaðning“ með morgunkaffinu þegar þar birtist frétt sem er ekki með nokkru móti hægt að flokka öðru vísi en sem algjöra falsfrétt en þar er því haldið fram að brestir séu i samstarfi foristu verkalýðsfélagna fjögurra sem eru saman með mál sín hjá Ríkissáttasemjara, samkvæmt ónafngreindum heimildarmönnum innan verkalýðshreyfingana.

Formenn verklýðsfélagana segja enga bresti í blokkinni og að hópurinn hafi aldrei verið sterkari, samkvæmt grein í Kjarnanum eftir að falsfrétt Fréttablaðsins kom út, en þar segir meðal annars:

For­menn VR, Efl­ingar og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness telja ekki vera „brest í blokk­inni“ eins og gefið er í skyn í frétt á for­síðu Frétta­blaðs­ins í dag. Í henni segir að ólíkir hags­munir félags­manna gætu gert verka­lýðs­fé­lögum í sam­floti erfitt að klára kjara­við­ræður sam­an.

Vissu­lega geta hags­munir ein­stakra félaga verið mis­mun­andi í ein­hverjum til­fell­um. En skör­unin er mun meiri heldur en hitt. Það er okkar allra hag­ur, hagur sam­fé­lags­ins, að hér geti fólk lifað af dag­vinnu­laun­um, segir Ragnar Þór og bætir því við að í kröfu­gerðum félag­anna komi þetta ber­lega í ljós þar sem eitt­hvað af brýnum hags­muna­málum sé að finna fyrir alla hópa.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, tekur í sama streng og Rangar Þór en hún segir að frétt Frétta­blaðs­ins eigi ekki við rök að styðj­ast.

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, gagn­rýnir for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í Face­book-­færslu í morgun og segir hana fjöl­miðla­spuna. Ódýr­asti fjöl­miðla­spuni árs­ins er þó ekki of ódýr fyrir for­síðu Frétta­blaðs­ins!

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir í sam­tali við Frétta­blaðið það alger­lega af og frá að um bresti í sam­stöðu félag­anna fjög­urra sé að ræða. „Við erum mjög sam­hent í þess­ari vinnu og stöndum og föllum með henni sam­an.“ Hann segir fund for­setateymis ASÍ með stjórn­völdum á morgun geta haft úrslita­á­hrif á hvort samn­ingar náist en næst­i fundur félag­anna fjög­urra hjá Rík­is­sátta­semj­ara verður á fimmtu­dag.

Í ljósi þess sem komið hefur fram frá verkalýðsforistunni verður ekki hægt annað en flokka „frétt“ Fréttablaðsins sem ómerkilegan áróður auðvaldsins og tilraun til að tortryggja verkalýðsforistuna með því að reyna að reka fleyg á milli foristumanna einstakra verkalýðsfélaga.
Blaðamaður sem vinnur með slíkum hætti getur ekki ætlast til að vera talin trúverðugur í framhaldinu og ber því að taka allar fréttir sem viðkomandi skrifar af mikilli tortryggni og afla staðreynda áður en hún er tekin trúanleg.

Aðalheiður Ámundadóttir fréttaritari á Fréttablaðinu er staðin að óvönduðum vinnubrögðum og við það situr þangað annað kemur í ljós.

Skoðað í 1904 skipti

Share this:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • Print

Related

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Vinsælast

  • Mest lesið
  • Nýjast
  • Í dag Í vikunni Í mánuðinum Allt
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is (1.402 views)
  • Falsfrétt á MBL.is. MBL með vafasama frétt, ekki sagt frá launalækkun formanns (718 views)
  • Falskar tölur frá ráðaneyti fjármála og efnahgasmála. Er fjármála og efnhagsráðuneytið að falsa frétt um kjör ljósmæðra? (388 views)
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt (369 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór (281 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór
  • Falsfréttaveita Íhaldsins á fésinu. Falsfréttaveitan kosningar á Facebook
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt
  • Fyrirsögnin er ósönn. Viljinn.is ranghermir upp á Björn Leví
Ajax spinner

Við á Facebook

Við á Facebook
©2023 Falsfréttir.is | Design: Newspaperly WordPress Theme