Er fjármála og efnhagsráðuneytið að falsa frétt um kjör ljósmæðra?

Er fjármála og efnhagsráðuneytið að falsa frétt um kjör ljósmæðra?

Skoðað í 2243 skipti

Falskar tölur frá ráðaneyti fjármála og efnahgasmála.

Það er ekki langt síðan stjórnvöld töluðu um að skera upp herör gegn falsfréttum og talað var um að slíkan fréttaflutning yrði að stöðva með öllum löglegum leiðum og voru þingmenn og ráðherrar sammála um það.

Nú ber svo við að í dag, 3. Júlí 2018 birtist frétt á vef stjórnarráðs íslands frá fjármála og efnahagsráðaneytinu þar sem reynt er að gera að því skóna að kjör ljósmæðra hafi hækkað um 16% umfram önnur félög innan BHM og því haldið fram að meðallaun þeirra á síðasta ári hafi verið 848 þúsund krónur á mánuði.

Í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga um kjör ljósmæðra vill fjármála- og efnahagsráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi upplýsingum:

1. Á árinu 2017 störfuðu að meðaltali 252 ljósmæður hjá ríkinu í 172 stöðugildum.
2. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra hjá ríki árið 2017 var 69%. Um 14% ljósmæðra eru í fullu starfi.
3. Á tímabilinu 2007 til 2017 hefur stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Á mynd 1 má sjá þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á árunum 2007-2017.
4. Árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.
5. Meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 voru 573 þús. kr. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir.
6. Meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 voru 848 þús. kr. á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir og í töflu 1 má sjá samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017.

Það má þó þakka einum manni sem hefur rýnt í tölur og gröf að hann hefur séð þar misræmi sem passar einhvern vegin ekki inn í þessa frétt og hvetur ljósmæður til að halda sínu striki enda ljóst að fjármálaráðherra og tanaspekingarnir í ráðaneytinu hafa eitthvað kastað til höndunum við útreikningana og talnafræðina sem þeir bera á borð fyrir fólk.

Gefum Marínó G. Njálssyni orðið og tökum smá úrdrátt úr færslu hans á Facebook þar sem hann fer í saumana á málinu en færsluna alla má lesa á fésbókarsíðu hans.

Birt eru tvö myndrit og ein tafla í meðfylgjandi frétt. Fyrra myndritið kemur málinu bara ekkert við og verið er að afvegaleiða umræðuna með því að blanda saman stöðugildum og fjölda fæðinga. Að ríkið/Landspítalinn sé með tiltekinn fjölda stöðugilda ljósmæðra kemur kjaradeilunni ekkert við, heldur er það stjórnunarlegt atriði hjá vinnuveitandanum, sem rétt er að benda á að kemur ekki að samningaviðræðunum, að ég best veit.

Seinna myndritið sýnir að ljósmæður eru að mestu búnar að tapa „leiðréttingunni“ sem þær áttu að hafa fengið árið 2009. Meint leiðrétting vegna menntunar er að mestu horfin. Mér sýnist að það hafi verið um 15 punkta munur á ljósmæðrum annars vegar og hjúkrunarfræðingum og BHM hins vegar eftir þá samninga. Í fyrra var þessi munur 4-7 punktar. Höfum í huga, að 15 punktar árið 2009 var um 12,5% munur, en 7 punkta munur í fyrra er tæplega 4% munur. Ljósmæður hafa því tapað tæplega 9 prósentum af „leiðréttingunni“ frá árinu 2009. Gögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins styðja því við málflutning og kröfur ljósmæðra.

Svo kemur þessi kostulega tafla. Ég veit ekki hvort er að Félag hjúkrunarfræðinga sé ekki í BHM, en hitt veit ég að það félag er notað sem viðmið í myndriti 2 og er sú viðmiðunarstétt sem ljósmæður bera sig við. Ef ég hins vegar nota upplýsingar frá myndriti 2 til að bera saman við töfluna, þá kemur sitthvað einkennilegt fram. Myndrit 2 segir að dagvinnulaun ljósmæðra hafi verið 3,8% hærri en meðaldagvinnulaun innan BHM. Taflan segir hins vegar að meðaldagvinnulaun innan BHM hafi verið 6% hærri! Hvort er nú rétt? Séu meðaldagvinnulaun innan BHM 6% hærri, þá 12,5% munur árið 2009 allur horfinn og 6% til viðbótar. Þ.e. ljósmæður hafa dregist yfir 18,5% aftur úr á 9 árum!

Að skella síðan fram heildarlaunum, segir ekki neitt, því þarna vantar upplýsingar um vinnuframlag. Svo einstaklingur á meðaldagvinnulaunum upp á 573.019 kr. fái heildarlaun upp á 848.224 kr., þá þarf viðkomandi að vinna 48 yfirvinnustundir eða vera á vöktum sem gefa vaktaálag eða sambland af þessu tvennu. Ég vona að ríkið sé ekki að ætlast til að fólk vinni yfirvinnu kauplaust.

Af þessu má því aðeins skilja það eitt að þarna er sett fram falsfrétt með upplognum gögnum til að telja almenningi trú um að um frekjugang sé að ræða hjá ljósmæðrum og þær séu nánast á þingmannslaunum miðað við frétt ráðaneytisins.
Færsla Marínós í heild sinni.

Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra.

Hér póstar hún nokkrum launaseðlum sem sýna svart á hvítu hver raunveruleg laun ljósmæðra eru.

Og hér er meira af því sama.  Raunverulegum launum ljósmæðra.

Hér fer Ella aðeins yfir hvernig útreikninga ráðherra notar til að falsa tölurnar í hag fyrir sig og ráðaneytið en til að láta ljósmæður líta illa út.

Og að síðustu er hér launaseðill ljósmóður sem er í hæðsta launaflokki á LSH án mastersnáms.
Útborguð laun hennar: 356.371,- krónur á mánuði.

Að þessu sögðu má vera ljóst að ráðaneyti fjármála og efnahagsmála ásamt ráðherra og starfsmönnum ráðaneytisins eru sekir um að hafa sett út í cosmóið falsfrétt sem byggð er á tölum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og verður því að teljast mjög alvarlegt upp á trúverðugleika ráðuneytisins, ráðherra sem og allra þeirra starfsmanna sem komu að því að setja þessi gögn saman.

Skoðað í 2243 skipti

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir