Skip to content

Falsfréttir.is

Þekkir þú falsfréttir eða trúir þú hverju sem er?

Menu
  • Heim
  • Fréttalæsi
  • Siðareglur BÍ
  • Tenglar
    • Falsfréttamiðlar
    • Falsfréttabloggarar
    • Fréttafólk sem skrifar falsfréttir
  • Um vefinn
  • Ábending um falsfrétt
Menu

Um vefinn

Þessi vefur var stofnaður í siðferðilegum tilgangi til að sporna við óheiðarleika og lygum í fréttaflutningi vissra íslenskra fjölmiðla þar sem þeir hafa farið rangt með staðreyndir jafnvel logið upp fréttum, farið frjálslega mað sannleik og staðreyndir en einnig með því að segja bara það sem hentar þeim sem skrifar fréttina hverju sinni eða eiganda fjölmiðilsins í það og það skipti og eru þar af leiðandi ekki að fylgja reglum um fréttaflutning eins og segir í reglum og lögum Blaðamannafélags Íslands og þá sér í lagi siðareglum blaðamanna, en hver sem er getur kært blaðamann sem talið er að hafi brotið siðareglurnar.

Falsfréttir er hugtak sem er notað yfir vafasamar upplýsingar, lygar og ósannindi, á frétta- og samfélagsmiðlum.
Við segjum stundum að sannleikurinn geti verið lyginni líkastur. Það er oft erfitt að greina þarna á milli. Falskar fréttir birtast allt í kringum okkur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Falsfréttir eru upplýsingar sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þær eru skrifaðar til að blekkja. Stundum fá falskar fréttir byr undir báða vængi, þá er þeim deilt áfram um netið af fólki sem veit ekki betur og telur sig vera að vitna í sannar fréttir.

Sennilega hefur þú einhverntíman látið gabbast. Daglega skellur á okkur endalaust magn upplýsinga. Við viljum vita hvað er í gangi en gefum okkur ekki alltaf tíma til að skoða hlutina nægilega vel. Margir renna aðeins yfir fyrirsagnir sem eru settar fram í upphrópunarstíl til að fanga athyglina. Ef þú gefur þér ekki tíma í ítarlegan lestur getur þú í hita leiksins óaðvitandi með tjáningu þinni, munnlega eða skriflega, skyndilega orðið uppspretta falsfréttar.

Fólk misskilur stundum það sem það les og er fljótt að bregðast við og segja skoðanir sínar á samfélagsmiðlum. Falsfréttin er í einu hendingskasti komin í loftið og berst eins og eldur í sinu um netið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að falsfréttir geta farið mun hraðar um samfélagsmiðla en sannar fréttir.

Bíddu með að deila frétt þar til þú hefur gefið þér tíma til að lesa hana vandlega og kannað hvort upplýsingarnar þar séu réttar og sannar!

Falskar fréttir geta komið til vegna óvandaðra vinnubragða fjölmiðla. Mikil samkeppni og hraði er á fjölmiðlamarkaði og allir vilja vera fyrstir með fréttirnar. Það er auðvelt að verða á og minniháttar villur til afdrífaríkra mistaka geta dulist í fréttagreinum. í byrjun 21. aldarinnar var rannsókn gerð á trúverðugleika frétta í bandarískum dagblöðum. Niðurstöðurnar voru skelfilegar en villur leyndust í ríflega helmingi fréttatexta. Í kjölfar rannsóknarinnar var farið yfir vinnubrögð og reynt að draga úr mistökum. Þegar einstaklingar hafa einu sinni komið auga á falska frétt í fjölmiðlum glatar miðillinn eðlilega trausti lesandans. Könnun á trausti einstaklinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði framkvæmd af Markaðs- og miðlarannsóknum ehf var framkvæmd í desember 2016. Hún sýndi að flestir lesendur, 67-69%, treystu Fréttastofu RÚV og Ruv.is en fæstir treystu DV og DV.is, einungis 7-8% þátttakenda.

Falskar fréttir sem eru sérstakleg settar fram til að hafa áhrif á viðhorf okkar geta ógnað öryggi þjóðfélagshópa, sérstaklega minnihlutahópa, ef þær beinast gegn þeim. Falsfréttir sem nýða niður frambjóðendur hafa upp á síðkastið verið áberandi í aðdraganda kosninga. Þær geta ráðið úrslitum um það hverjir komast til valda í lýðræðisríkjum. Þeir sem skrifa fölsk ummæli um aðra, eru með leiðindi, eyðileggja umræðu eða efna til illinda meðal fólks gera það yfirleitt nafnlaust eða undir dulnefni. Þessir einstaklingar hafa fengið viðurnefnið tröll eða „nettröll“ og því miður starfa margir slíkir á Íslandi sem þarf að draga fram í dagsljósið með góðu eða illu.

Þessi vefur hefur það að markmiði að draga fram sannleikann þegar falsfréttir birtast í íslenskum miðlum og draga fram sannleikann og staðreyndir sem þá farið er rangt með í viðkomandi frétt, ekki sagt frá eða með einhverjum hætti fréttin gerð fölsk með röngum eða öngvum upplýsingum til að afvegleiða lesandann.

Það er von okkar að almenningur sé skynsamur og vakandi yfir fréttaflutningi fjölmiðla og bendi okkur á ef fólki finnst að fréttir séu þannig fram settar að upplýsingar séu villandi, rangar eða hreinlega að það sé engin stoð í raunveruleikanum fyrir þeim enda er þessi vefur nauðsynlegur vettvangur til að stoppa af óvandaða og illa gerða blaða og fréttamennsku, draga hina seku fram í dagsljósið sem gerir það vonandi að verkum að þeir fari að vanda sig og sín vinnubrögð í framtíðinni.

Með vinsemd og virðingu.

Heimildir: Wikibooks.

Share this:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • Print

Vinsælast

  • Mest lesið
  • Nýjast
  • Í dag Í vikunni Í mánuðinum Allt
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is (1.402 views)
  • Falsfrétt á MBL.is. MBL með vafasama frétt, ekki sagt frá launalækkun formanns (718 views)
  • Falskar tölur frá ráðaneyti fjármála og efnahgasmála. Er fjármála og efnhagsráðuneytið að falsa frétt um kjör ljósmæðra? (388 views)
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt (369 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór (281 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór
  • Falsfréttaveita Íhaldsins á fésinu. Falsfréttaveitan kosningar á Facebook
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt
  • Fyrirsögnin er ósönn. Viljinn.is ranghermir upp á Björn Leví
Ajax spinner

Við á Facebook

Við á Facebook
©2023 Falsfréttir.is | Design: Newspaperly WordPress Theme