Skip to content

Falsfréttir.is

Þekkir þú falsfréttir eða trúir þú hverju sem er?

Menu
  • Heim
  • Fréttalæsi
  • Siðareglur BÍ
  • Tenglar
    • Falsfréttamiðlar
    • Falsfréttabloggarar
    • Fréttafólk sem skrifar falsfréttir
  • Um vefinn
  • Ábending um falsfrétt
Menu

Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór

Posted on 16. febrúar, 2021

Skoðað í 1897 skipti

Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins.

Staðfest hefur verið að frétt Fréttablaðsins frá því í morgun um meinta kæru á hendur Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR er falsfrétt en fréttin er unnin og skrifuð af Þorsteini Friðrik Halldórssyni blaðamanni á Fréttablaðinu, fyrrum heimdellingi og áður í stjórn ungra sjálfstæðismanna, en staðfest hefur verið að Ragnar kom hvergi þar nærri og hefur það verið staðfest af Lögreglunni á Suðurlandi.

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­landi stað­fest­ir, í bréfi sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, að sam­kvæmt gögnum máls er varðar mein­tan veiði­þjófn­aðar og/eða ólög­lega neta­veiði í Holtsá sé Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hvorki skráður sem sak­born­ingur né vitni í tengslum við þetta mál.

Lög­maður Ragn­ars Þórs hefur enn fremur sent bréf til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins Torgs ehf., Jóns Þór­is­son­ar, rit­stjóra Frétta­blaðs­ins, Þor­bjargar Mar­in­ós­dótt­ur, rit­stjóra DV, og Þor­steins Frið­riks Hall­dórs­sonar blaða­manns þar sem þess er kraf­ist að frétt Frétta­blaðs­ins verði dregin til baka og Ragnar Þór beð­inn afsök­un­ar.

Þegar fjölmiðill og eða frétta eða blaðamaður haga sér með þessum hætti verður því miður að taka allt sem frá viðkomandi kemur með tortryggni og staðreyndatékka það áður en hægt verður að leggja trúnað á það en eftir stendur sú spurning hvers vegna þessi „frétt“ var skrifuð og í hvaða tilgangi.

„Með frétt­inni hefur fjöl­mið­ill­inn brotið gegn frum­skyldu sinni sem mælt er fyrir um í siða­reglum blaða­manna um að blaða­menn skuli vanda upp­lýs­inga­öflun sína, úrvinnslu og fram­setn­ingu eins og kostur er. Einnig ákvæði fjöl­miðla­laga um að fjöl­mið­ill gæti að því að upp­fylla kröfur um hlut­lægni og nákvæmni í frétta­flutn­ingi, sbr. t.d. 26. gr. lag­anna.“ segir í bréfi lögmanns Ragnars Þórs.

Skoðað í 1897 skipti

Share this:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • Print

Related

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Vinsælast

  • Mest lesið
  • Nýjast
  • Í dag Í vikunni Í mánuðinum Allt
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is (1.415 views)
  • Falsfrétt á MBL.is. MBL með vafasama frétt, ekki sagt frá launalækkun formanns (722 views)
  • Falskar tölur frá ráðaneyti fjármála og efnahgasmála. Er fjármála og efnhagsráðuneytið að falsa frétt um kjör ljósmæðra? (395 views)
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt (379 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór (288 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór
  • Falsfréttaveita Íhaldsins á fésinu. Falsfréttaveitan kosningar á Facebook
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt
  • Fyrirsögnin er ósönn. Viljinn.is ranghermir upp á Björn Leví
Ajax spinner

Við á Facebook

Við á Facebook
©2023 Falsfréttir.is | Design: Newspaperly WordPress Theme