Falsfréttaveitan kosningar á Facebook

Falsfréttaveitan kosningar á Facebook

Skoðað í 1561 skipti

Falsfréttaveitan Kosningar á Facebook.

Fésbókarveitan Kosningar (2017) er dæmi um fréttaveitu á samfélagsmiðlum sem ekkert mark er takandi á enda þar á ferð rætin áróðurssíða þar sem öllum staðreyndum er snúið á haus undir nafnlausri ritstjórn sem ekkert er heilagt og síst af öllu sannleikur og staðreyndir mála.

Við hjá Falsfréttir.is vörum fólk við því að taka nokkuð mark á þeim áróðri sem skrifaður er á þessa síðu enda ljóst þegar efni þar er skoðað að á bak við hana standa nafnlausir heiglar, fólk sem telst til skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins og handbendi auðvaldsklíku íslands sem reyna að halda almennum launþegum, öryrkjum og öldruðum í helgreipum fátæktar og eymdar með hræðsluáróðri, lygum og falsfréttum.

Það þarf ekki að skoða þessa falsfréttaveitu lengi á facebook til að sjá allt sem þar er sett fram er gert með nánast sama hætti og allur sá hræðsluáróur, fals og lygar sem koma frá skríbentum sjálfstæðisflokksins, hvort heldur það eru þingmenn þeirra, fréttasnápar íhaldsins eða bloggarar sem eru ekkert annað en leigupennar þess og auðvaldsins.

Staðereyndir eru teknar og þeim snúið á hvolf, tölur falsaðar eða hreinlega spunnar upp og meira að segja hefur verið vísað í erlendar vefsíður eins og Eurostad og OPEC þar sem staðreyndum og tölulegum upplýsingum hefur verið snúið algjörlega á hvolf.

Svona vinna aðeins þeir sem hafa hag að því að halda fátækum áfram fátækum, auka á misskiptingu í landinu og halda þjóðinni illa upplýstri með lygum, fölskum fréttum og áróðri sem stendst enga nánari skoðun.

Vandséð væri hvað stjórnvöld gætu gert til að grafast fyrir um hver stæði að baki huldusíðna eins og „Kosninga“ en almenningur getur spornað við svona viðbjóðslegri þróun með því að vera vakandi og tilkynna um svona veitur til Facebook sem þá skoðaði málið og tæki þær niður.

Það að lista svona síður er líka einn möguleikinn sem er í boði og eins og komið hefur fram hér að ofan hefur facebookveitan Kosningar verið listuð hér hjá okkur sem falsfréttaveita.

Hægt er að senda ábendingar á netfangið falsfrettir@falsfrettir.is bæði hvað varðar fréttamiðla, stakar fréttir fjölmiðla, bloggara, einstaklinga, stjórnmálaflokka og samfélagsmiðla.

Verum virk í því að stoppa svona ófögnuð og stöndum saman.

Skoðað í 1561 skipti

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir