Falsfrétt sem varast ber að taka mark á. Björn Leví Gunnarsson hefur sjálfur staðfest að þetta sé ekki rétt en við skulum athuga hver er eigandi og ábyrgðarmaður þessa „fréttamiðils“ en það er Björn Ingi Hrafnsson fyrrum eigandi og rekstraraðili Eyjunnar og Pressunar ásamt því að hafa lengi verið innvinklaður í innsta hring Framsóknarflokksins og um tíma aðstoðarmaður formanns flokksins.
Björn Leví segir í stöðufærslu á Facebook:
Björn Leví rekur lygina ofan í Björn Inga.
Af hverju kemur það mér ekki á óvart að það sé rangt haft eftir mér hérna?
Ég spurði spurningarinnar hvort ég þyrfti að leita mér hjálpar til þess að læra að vinna með Bergþóri og svaraði henni með annari spurningu, af hverju þarf _ég_ að leita mér hjálpar? Af hverju þarf ég að aðlagast?
Nei, ég hef ekki þörf á að leita eftir aðstoð sálfræðings. Það virkaði mjög vel bara þegar Bergþór var ekki á staðnum. Miklu ódýrari og skilvirkari lausn.