Skip to content

Falsfréttir.is

Þekkir þú falsfréttir eða trúir þú hverju sem er?

Menu
  • Heim
  • Fréttalæsi
  • Siðareglur BÍ
  • Tenglar
    • Falsfréttamiðlar
    • Falsfréttabloggarar
    • Fréttafólk sem skrifar falsfréttir
  • Um vefinn
  • Ábending um falsfrétt
Menu

MBL með vafasama frétt, ekki sagt frá launalækkun formanns

Posted on 22. mars, 2018

Skoðað í 3739 skipti

Falsfrétt á MBL.is.

Í frétt á MBL snemma í morgun, 22 mars er greint frá því að laun og hlunnindi stjórnarmanna VR hafi hækkað úr 42,6 milljónum árið 2016 í 54,2 milljónir á síðasta ári.
Allt gott og blessað með það en það er ekki tekið fram í fréttinni að þegar Ragnar Þór tók við sem formaður á síðasta ári þá lækkaði hann sín laun úr um 1,4 milljónir niður í 1,1 milljón sem var lækkun um 300 þúsund eða 3,6 milljónir á ári. Þessi hækkun á yfirstjórn VR er vegna þess að fyrrverandi formaður VR var að fá sinn uppsagnarfrest greiddan og voru því tveir formenn á launum hluta af árinu í fyrra. En núna verður allt gert til að reyna að koma höggi á Ragnar Þór!

Úr frétt Stundarinar þann 1. apríl 2017.

Ragnar segir að þegar hann hafi fyrst verið kosinn inn stjórn VR hafi laun formanns verið alltof há, um tvær milljónir, og því verið skapað launa fyrirkomulag sem fylgdi launaþróun VR félaga. „Það sem gerist síðan 2015, er að fráfarandi formaður Ólafía fer út fyrir þessa línu. Ég er búinn að fara á fund launanefndar og skrifa undir samning til að lækka laun mín um það sem nemur hækkun fyrrverandi formanns umfram það sem aðrir félagsmenn fengu, þannig að lækkunin er um 300.000 krónur.“

Eftir lækkunina verða laun formanns VR um 1,1 milljón króna á mánuði. Það þýðir að meðallaun félagsmanna VR, sem eru 635 þúsund krónur á mánuði, fara úr því að vera 46 prósent af launum formanns í 57 prósent.

Laun forseta Alþýðusambands Íslands eru hins vegar 1.526.730 krónur.

Því miður er það staðreynd þegar íhaldið á í hlut að sannleikurinn skiptir engu máli heldur eru sérhagmunir mafíunar látnir ráða með því búa til fréttir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum eða þá að staðreyndum er haldið til baka og ekki sagt frá þeim til að blekkja fólk og ljúga að því til að fegra andlit flokksins eina út á við.

Svona vinnubröðg stunda aðeins blaða og fréttamenn sem vísvitandi reyna að koma höggi á andstæðinga sína með upplognum eða fölsuðum fréttum.  En internetið gleymir engu og auðvelt er að nálgast stðreyndir og sannleikan með fimm mínútna leit á netinu og hefðu blaðamenn MBL unnið sína vinnu eins og þeim ber að gera hefðu þeir auðveldlega geta grafið þetta upp og bara sagt frá staðreyndum í stað þess að ljúga.

Verum á varðbergi gagnvart fjölmiðlum og látum vita ef það er verið að fara rangt með staðreyndir eða hreinlega ljúga upp á fólk.
Falsfréttir eiga ekki rétt á sér undir neinum kringumstæðum.

Skoðað í 3739 skipti

Share this:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • Print

Related

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Vinsælast

  • Mest lesið
  • Nýjast
  • Í dag Í vikunni Í mánuðinum Allt
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is (1.402 views)
  • Falsfrétt á MBL.is. MBL með vafasama frétt, ekki sagt frá launalækkun formanns (718 views)
  • Falskar tölur frá ráðaneyti fjármála og efnahgasmála. Er fjármála og efnhagsráðuneytið að falsa frétt um kjör ljósmæðra? (388 views)
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt (369 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór (281 views)
  • Skjáskot af falsfrétt fréttablaðsins. Staðfest að fréttablaðið birti upplognar ásakanir á hendur Ragnari Þór
  • Falsfréttaveita Íhaldsins á fésinu. Falsfréttaveitan kosningar á Facebook
  • Hér má sjá hvernig SA setur dæmið upp til að hreinlega ljúga að fólki. Hörður Ægisson dælir út falsfréttum á vísir.is
  • Skjáskot af falsfrétt Fréttablaðsins 18. feb, '19. Fréttablaðið með falsfrétt
  • Fyrirsögnin er ósönn. Viljinn.is ranghermir upp á Björn Leví
Ajax spinner

Við á Facebook

Við á Facebook
©2023 Falsfréttir.is | Design: Newspaperly WordPress Theme