Skoðað í 1788 skipti
Ótrúlegt hvað sumir fjölmiðlamenn geta lagst lágt þegar þeir skrifa undir dulnefnum eða nafnlaust þegar þeir ráðast á persónu fólks og segja bara hálfan sannleikan eins og sá heigull gerir sem skrifar undir dulnefninu Týr á Viðskiptablaðinu í dag þegar hann ræðst á fyrrum borgarfulltrúa Pírata, Halldór Auðar Svansson.
Sjálfur var Halldór gerandi í að minnsta kosti einu lögbrotinu. Hann nýtti valdastöðu sína sem borgarráðsmaður til að brjóta lög á Ástráði Haraldssyni þegar borgarlögmaður var ráðinn. Borgarráð samþykkti ráðninguna að tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra 10. ágúst 2017. Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er að lög hafi verið brotin og gengið hafi verið framhjá hæfasta umsækjandanum. Halldór og félagar leyndu minnihluta borgarráðs upplýsingum um málið og hlustuðu ekki á margvíslegar viðvaranir um að ófaglega væri staðið að ráðningunni.
Svo vel vill til að Halldór hefur gefið nákvæmar lýsingar á því hvernig hann telur að þeir stjórnmálamenn séu innrættir, sem úrskurðað er gegn vegna ráðningarmála. Um þá skrifaði hann sérstaka færslu á Facebook 22. desember 2017. Slíkur stjórnmálamaður væri „valdníðingur“ sem hefði gerst sekur um „grófa valdníðslu“. „Siðrofið er algjört“, bætti Halldór við úr siðferðishásæti Píratans.
Ætli Halldór sé enn þeirrar skoðunar, að þegar þar til bærar stofnanir þjóðfélagsins leysa úr lögfræðilegum ágreiningi vegna ráðninga, stjórnvaldi í óhag, sé það til marks um að stjórnmálamenn, sem í hlut eiga, séu valdníðingar með algjört siðrof? Svona nú þegar hann sjálfur er með slíka úrlausn á bakinu?
Halldór svarar þessum ásökunum á Facebook með nokkuð langri stöðufærslu sem krækt er hér að neðan en „frétt“ VB má lesa hérna í heild sinni.
Skoðað í 1788 skipti