Skoðað í 1842 skipti

Myndin sem hér fylgir með sannar svo ekki verður um villst að greinarhöfundur, sem er fasteignasali, hefur lítið sem ekkert vit á því sem hann fjallar um og að Viðskiptablaðið skuli leyfa sér að birta þetta er bara til háborinar skammar. Skoðun eða ekki, skiptir engu máli þegar farið er rangt með staðreyndir þá verður svona birting sjálfkrafa að falsfrétt.
Skoðum hvernig raunverulegt dæmi liti út í raun.
Það sem hér að neðan er fengið að láni af Facebook og er talsvert nær raunveruleikanum en falsfréttin á VB.
Því miður er höfundurinn aðeins með þetta sýnilegt hjá vinum en ekki opið svo þess vegna er meirihlutin af því sem hún skrifar hér að neðan.
Hann vísar í eina mjög óljósa heimild, Hagstofuna. Ég mana ykkur til að fara þangað inn og ofureinfalda launatölurnar til að fá út “700 þúsund meðallaun á Íslandi”.
1. Það staðgreiðir enginn íbúð á Íslandi
2. Það fær enginn 0% vexti á fasteignaláni
3. Flest lán eru verðtryggð, með vexti af verðtryggingu einnig
4. Það leggur enginn heildartekjur sínar (hvað þá fyrir skatt) beint í húsnæðislán í hverjum mánuði
5. Það standast fæstir greiðslumat nema með kraftaverkatilburðum í dag
Hann vísar ekki í neinar aðrar heimildir fyrir meðalfasteignaverði, né fyrir tölurnar sem eiga við um hin löndin. Hann hendir hér fram tölum sem staðreyndum. Mjög svona í anda Sjalla og Trump. Sýnir hversu mikið Viðskiptablaðið leggur upp úr greinunum sem þeir birta.
Gefum okkur að manneskja ætli að kaupa þessa 100 fm íbúð á 42,5 milljónir og hún er með 700 þúsund krónur í tekjur fyrir skatt.
Hún þyrfti að byrja á því að eiga 8,5 milljónir fyrir útborgun.
Tekjur eftir skatt yrðu (700.000*0.6306)+53.895 = 495.315
Gefum okkur að hún búi í foreldrahúsum og eyðir engum pening og sparar allar sínar ráðstöfunartekjur. Það tæki hana rúmlega 17 mánuði að spara 8,5 milljónir, segjum 18, hún skrapp í Kringluna þarna einu sinni og keypti sér buxur.
Svo byrjar ballið, hún fær óverðtryggt húsnæðislán upp á 34 milljónir og setur sínar 8,5 niður. Hún er enn með sömu ráðstöfunartekjur, 495.315. Afborgun á láninu er 204.197 kr. Á mánuði. Eftir það á hún 291.118 til að lifa út mánuðinn.
M.v. 204.197 afborgun á mánuði væri hún búin að greiða upp íbúðina á 40 árum og væri búin að greiða samtals 80.080.867 kr.
Gefum okkur að fasteignaskattur, hiti, rafmagn, hússjóður, fráveitugjöld, tryggingar og matur fyrir hana út mánuðinn og nauðsynjar eins og klósettpappír fari ekki yfir 100 þúsund og hún nær að láta alveg heilar 190 þúsund krónur inn á höfuðstólinn aukalega á mánuði. Þessi manneskja er ekki með nein námslán, fer aldrei til útlanda, kaupir sér ekki föt, fer ekki út að borða eða í bíó, á ekki bíl. Ekkert.
Skv. mínum „hávísindalegu“ útreikningum tæki það hana rúmlega 12 ár að greiða niður lánið með 394.197 afborgunum á mánuði, 190.000 beint inn á höfuðstólinn. Þá er hún búin að spara sér jú, 28 ár af afborgunum og um 23 milljónir í vaxtakostnað, en hún er LÍKA samt sem áður búin að greiða 23 milljónir meira en lánið hennar var upprunalega fyrir, eða rúmar 57 milljónir.
Gefum okkur að verðbólga haldist kyrr og virði fasteignarinnar hennar hrynji hvorki né hækki. Þá er hún, eftir 13,5 ár af því að gera ekkert nema vinna og safna/borga af húsnæðinu sínu, búin að borga 65,6 milljónir í 42,5 milljón króna íbúð og á hana skuldlaust!
Aldrei verið auðveldara að kaupa fasteign!
Skoðað í 1842 skipti