Nýr flokkur fyrir kosningar til alþingis 2021

Nýr flokkur fyrir kosningar til alþingis 2021

Skoðað í 1030 skipti

Gildin

Í þessum flokki „Alþingiskosningar 2021“ verður allt það efni sem snýr að alþingiskosningunum árið 2021 enda verður fréttaflutningur að vera réttur, upplýsingar sem almenningur fær verður að standast þær kröfur að stjórnmálamenn og þeir sem ætla bjóða sig fram í þjónustu við land og þjóð fari rétt og satt með staðreyndir en reyni ekki að falsa staðreyndir, fara rangt með staðreyndir, falsa eða ljúga til um embættisfærslur sínar eða störf á Alþingi íslendinga, eða hreinlega ljúga að kjósendum til að afla sér atkvæða.
Allar slíkar fréttir og yfirlýsingar verða staðreyndatékkaðar og verði frambjóðandi, þingmaður eða ráðherra uppvís að fara rangt með, þá munum við birta það hér ásamt réttum upplýsingum.

Skoðum aðeins myndina sem fylgir hér með því hún gefur okkur ákveðnar upplýsingar.  Upplýsingar sem við kjósum að trúa að séu gildin sem ákveðin stjórnmálaflokkur setur fram sem eiga að endurspegla gildi flokksins gagnvart kjósendum hans sem og landsmönnum öllum.
Við erum öll sátt við að þetta er af hinu góða en, og nú er það stórt EN!

Hvað ef þetta væru gildi sem Sjálfstæðisflokkurinn setur fram?

Mundum við trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að fara eftir þeim gildum sem þarna eru talin upp?
Við skulum bara skoða hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur auglýst sig fyrir kosningar áratugi aftur í tíman og taka upplýsta ákvörðun í ljósi verka þeirra hvert kjörtímabilið eftir annað, efndum þeirra og hvernig þeir síðan reka þann sama áróður gagnrýnislaust, árum og áratugum saman, að þeirra verk hafi skilað meiri árangri en lagt var upp með og að þeir hafi staðið við öll sín loforð og rúmlega það á kjörtímabilinu.

Þetta eigum við öll eftir að heyra á næstu mánuðum frá ÖLLUM flokkum í framboði og því þurfum við öll að vera vakandi fyrir falsinu, lygunum, skruminu og kunna að skilja á milil þess sem satt er og logið.

Landsmenn eiga ekki þurfa að búa við lygar og falskar upplýsingar frá kjörnum fulltrúum og þaðan af síður frá fólki sem kanski er að bjóða sig fram til þings í fyrsta sinn.
Landsmenn þurfa ábyrga aðila sem þora að segja satt og lofa ekki upp í ermina á sér vitandi að þeir komast upp með að svíkja það.
Sá tími er liðin.

Skoðað í 1030 skipti

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir