Fréttanetið poppar falsfrétt um rafrettur

Fréttanetið poppar falsfrétt um rafrettur

Skoðað í 1462 skipti

Falsfrétt um rafrettur byggð á rannsóknum prófesors sem lést árið 2006.

Fréttanetið.is hefur ekki þótt áræðanlegur miðill og því miður er mjög algengt að heilsufréttir af þeim vef séu mjög vafasamar ef ekki hreinlega uppfullar af staðreyndarvillum og geta því í sjálfu sér verið hættulegar.  Það á þó ekki við um þessa frétt þeirra, það að hún sé hættuleg heldur er þetta einfaldlega falsfrétt sem er stútfull af staðreyndarvillum og rangfærslum.

E-sígarettur eða rafrettur eru í huga margra spennandi nýjung á markaðnum.  Þær hafa verið kynntar sem mun öruggari valkostur í staðinn fyrir hefðbundnar sígarettur. Það er langt frá því að vera rétt.

Rafrettur eru einhver besti valkostur fyrir þá sem vilja hætta tóbaksreykingum, (það getur undirritaður staðfest) og fjölmargir læknar sem hafa kynnt sér rafrettur og lesið sér til um VÍSINDARANNSÓKNIR á þeim, mæla með þeim fyrir þá sem vilja hætta að reykja en hafa ekki náð árangri með þeim aðferðum sem í boði hafa verið.

Harvard Public Health School gerði rannsókn á rafrettum og niðurstöðurnar voru vægast sagt óvæntar. Það lítur allt út fyrir að Diacetyl sem er bragðefni notað í rafretturnar leiði af sér alvarlegan öndunarfærasjúkdóm sem er einkennilegt ástand sem kallast ,,popcorn lung” eða ,,popp lunga”.   Sjúkdómurinn er algerlega óafturkræfur. Um er að ræða öndunarfærasjúkdóm sem myndar örlítlar loftbólgur í lungunum. Sjúkdómurinn leiðir til mæði og hósta.

Í tengli neðst í „fréttinni“ er tengill þar sem Fréttanetið vísar í rannsóknir og niðurstöður sem þeir byggja þessa falsfrétt á en þar segir um popcorn lung að sjúkdómurinn hafi uppgvötast árið 1956 en hafi fyrst farið að ágerast árið 1981 eins og segir hér að neðan.

Initial descriptions appeared as far back as 1956, but the first explicit description only appeared in 1981. It is not new, but increased incidents implicate modern industrial life due to the definitive links between Popcorn Lung and exposure to certain toxic fumes.

Um Diacetyl má svo segja að það var bannað í Evrópu fyrir rúmlega ári síðan og er ekki notað í bragðefni lengur en efnið er þekk í matvælaiðnaði, sælgætis og gosdrykkjaframleiðislu svo eitthvað sé nefnt.  Þar fyrir utan er allt að 100 sinnum meira af þessu efni í venjulegu tóbaki heldur en hefur verið í rafrettuvökva.

Elkan Blut prófessor í umhverfisfræðilegri erfðafræði var meðhöfundur rannsóknarinnar og lét hann hafa eftir sér eftirfarandi:  ,,Aðaláhyggjuefnið hefur verið nikótín en í dag þá er miklu meira sem við vitum ekki um e-sígarettur. Auk þess sem þær innihalda mismunandi magn af ávanabindandi nikótíni, innihalda þær einnig önnur krabbameinsvaldandi efni, svo sem formaldehýð, og eins og rannsóknin sýnir, bragðefni sem valda varanlegum lungnaskaða. ,,Það lítur út eins og ávaxtaríkt bragðbætt efni í rafrettum sé öruggur valkostur en svo er ekki.”

Elkan Blout dó árið 2006. Eigum við að byrja þar?

Hér að neðan eru nokkrir tenglar sem vísa í staðreyndir um rafrettur því HPH School varð uppvís að rannsóknir þeirra eru ekki byggðar á vísindalegu staðreyndum, heldur fúski og fordómum.

bbc.com/news/uk-scotland

Skoðað í 1462 skipti

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir