Falsfréttamiðlar

Fjölmiðlar og vefmiðlar sem verða uppvísir að því að skálda upp fréttir, falsa fréttir eða segja aðeins hálfsannleika í mikilvægum málum sem skipta almenning í landinu máli og fara þannig á svig við upplýsingaskyldu sína.
Hér að neðan má sjá hvaða vefir flokkast alfarið sem falsfréttaveitur sem fara rangt með staðreyndir, falsa fréttir og blekkja lesendur með öllum þeim óþverameðölum sem þeir geta og komast upp með.

 

Fésbókarveitan Kosningar (2017) er dæmi um fréttaveitu á samfélagsmiðlum sem ekkert mark er takandi á enda þar á ferð rætin áróðurssíða þar sem öllum staðreyndum er snúið á haus undir nafnlausri ritstjórn sem ekkert er heilagt og síst af öllu sannleikur og staðreyndir mála.

Við hjá Falsfréttir.is vörum fólk við því að taka nokkuð mark á þeim áróðri sem skrifaður er á þessa síðu enda ljóst þegar efni þar er skoðað að á bak við hana standa nafnlausir heiglar, fólk sem telst til skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins og handbendi auðvaldsklíku íslands sem reyna að halda almennum launþegum, öryrkjum og öldruðum í helgreipum fátæktar og eymdar með hræðsluáróðri, lygum og falsfréttum.