Skoðað í 1363 skipti

Það er ekki heiðarleiki eða sannleiksást þegar svona illa innrættir og óheiðarlegir einstaklingar setjast niður til að búa til „fréttir“ til þess eins að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína eins og vefmiðillinn Andríki gerði fyrir síðustu kosningar.
Þeir sem stóðu fyrir þessari myndgerð og þeir sem taka undir svona falsanir ættu að sjá sóma sinn í því að leita sér lækninga enda er þetta fréttafölsun, lygar og áróður sem þarna er í gangi.
Andríki var stofnað árið 1995. Félaginu er ætlað að kynna frjálslyndar stjórnmálahugmyndir með útgáfu og öðru starfi. Hinn 24. janúar 1997 hóf félagið daglega útgáfu á vef sínum undir nafninu Vefþjóðviljinn sem síðan hefur verið hryggjarstykkið í starfi félagsins. Hin daglega útgáfa stóð til 24. janúar 2017 er útgáfan varð óregluleg. Þægilegast er að fylgjast með útgáfunni með því að fylgja síðu hennar á Facebook.
Andríki er áhugamannafélag. Félagið fjármagnar starfsemi sína, útgáfu, þýðingar, gerð viðhorfskannana, auglýsingar og rekstur á vef, með frjálsum framlögum. Margir hafa styrkt félagið mánaðarlega frá fyrstu útgáfudögum Vefþjóðviljans. Hér má bætast í þann afbragðs hóp.
Með ritstjórn á vef félagsins fara nú: Glúmur Björnsson, Hörður H. Helgason og Þorsteinn Arnalds.
Hafa má samband við félagið í netfang þess andriki[hjá]andriki.is og í síma 551 7500 á skrifstofutíma.

Þess má geta að sitjandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á Andersen og Glúmur Björnsson eru gift og ráku miðilinn Andríki saman og því þarf varla að leita langt til að sjá hvaðan svona falsfréttir eru spunnar upp.
Nánari upplýsingar um Sigríði má finna hér á vef Alþingis.
Skoðað í 1363 skipti